Frí rútuferð í Safamýrina á laugardagPrenta

Fótbolti


Það er óhætt að segja að á laugardaginn fari fram einn stærsti leikur í sögu Knattspyrnudeildar Njarðvíkur, en þá getur meistaraflokkur karla bæði tryggt sér sæti í umsspili Lengjudeildarinnar um laust sæti í Bestu deildinni að ári með sigri og um leið náð besta árangri í sögu félagsins, 5. sæti.

En til þess að tryggja umspilsssætið þurfum við að sigra Grindvíkinga í Safamýrinni á Stakkavíkurvellinum þeirra, og við treystum því að Njarðvíkingar fjölmenni á völlinn til að hjálpa strákunum að ná í sigurinn.

Njarðvík ætlar að bjóða upp á fría rútuferð á leikinn ef nægilegur fjöldi skráninga næst og hvetjum við fólk til að skrá sig hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScy8CijsR_DdH_qyCzT-boB1gMrfBjENM03t9LIfM4m-5y8lw/viewform

Annars hvetjum við alla til að fjölmenna á völlinn, mæta í grænu og kyrja Áfram Njarðvík!

Fyrir Fánann og UMFN!