Friðrik og Sverrir taka til starfa í NjarðtaksgryfjunniPrenta

Körfubolti

Elstu yngri flokkar Njarðvíkur hafa fengið öfluga þjálfara fyrir átökin í vetur en þeir Friðrik Pétur Ragnarsson og Sverrir Þór Sverrisson munu stýra elstu yngri flokkum félagsins á komandi tímabili. Það er mikið fagnaðarefni fyrir klúbbinn að njóta starfskrafta jafn reyndra þjálfara.

Upphaflega stóð til að Friðrik Ingi Rúnarsson, annar tveggja aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla, yrði með elstu yngri flokkana karlamegin en ekki gat orðið að því þetta sinnið og því Friðrik Ingi einvörðungu með meistaraflokkinn í vetur ásamt Einari Árna Jóhannssyni og Halldóri Karlssyni.

Sverrir Þór mun taka við stúlknaflokki og 10. flokki kvenna og þjálfa þá ásamt Lárusi Inga Magnússyni en Friðrik Pétur mun taka við unglinga- og drengjaflokki.

Þjálfaramál félagsins eru nú óðum að komast á hreint og mun unglingaráð birta æfingatöflu og þjálfaralista á næstunni.

Velkomnir til starfa Sverrir Þór og Friðrik Pétur!

#ÁframNjarðvík