Fullt hús hjá 10. fl. stúlknaPrenta

Körfubolti

Um helgina fór fram í Njarðvík fjölliða mót í 10. fl. stúlkna.

Þetta er annað mótið í vetur en í því fyrsta sigruðu Njarðvíkur stelpurnar þrjá leiki af fjórum.

Fyrsti leikurinn var gegn KR þar sem gestirnir byrjuðu sterkt en gáfu eftir þegar leið á leikinn og sigruðu Njarðvíkur stúlkur 49-29.

Seinni leikurinn á laugardeginum var gegn Haukum sem höfðu komið upp úr b riðli. Njarðvíkur stúlkur sigruðu sterkt Haukalið 49:34 eftir jafnan leik. Það óhapp varð í leiknum að Jenný Lovísa fékk eina Haukastelpuna ofan á sig þegar þær börðust um boltann og brotnuðu í henni þrjú rifbein.

Á sunnudeginum var fyrri leikurinn gegn grönnum okkar í Keflavík. Síðasti leikur þessara liða réðst á körfu frá Jóhönnu á síðustu sekúndu leiksins og því var mikil spenna fyrir þessum leik. Njarðvíkurstúlkur spiluðu frábæra vörn á Keflavík, stöðvuðu þriggja stiga skyttur þeirra og unnu 37-28.

Loka leikur mótsins var gegn ríkjandi Íslands meisturum úr Grindavík. Í þessum leik spiluðu Njarðvíkurstelpurnar ótrúlega vel saman sóknarlega og stóðu vaktina einnig vel varnarlega og uppskáru sjö stiga sigur 55-48.

Liðið er samsett úr þremur árgöngum og þar af tveim stúlkum úr Þorlákshöfn, þær eiga allar hrós skilið fyrir frábært framlag um helgina.
Alexandra 10. bekkur
Andrea 10. bekkur
Anna 8. bekkur
Dagrún 10. bekkur
Eva 10. bekkur
Írena 10. bekkur (meidd)
Jenný 10. bekkur (meidd seinni daginn)
Jóhanna 10. bekkur
Joules 8. bekkur (veik seinni daginn)
Lára 8. bekkur
Vilborg 8. bekkur
Þórunn 9. bekkur

Í lokin viljum við þakka snillingunum sem hjálpuðu okkur að dæma og manna borðið um helgina, Sara, Elva, Joules, Sólveig, Sólveig, Sigurbergur, Siggi og fleiri og fleiri.