Fyrir áhugasama: Æfðu eins og atvinnumaður í sumarPrenta

Körfubolti

Auglýsing frá Gaman Ferðum

Eftir vel heppnaða handbolta- og knattspyrnuskóla á vegum Gaman Ferða síðustu sumur þá er komið að því að bjóða upp á körfuboltaskóla Gaman Ferða. Sjá nánar um skólann í orðsendingu frá Gaman Ferðum hér að neðan:

Við höfum fengið til liðs við okkur tvo frábæra einstaklinga sem verða skólastjórar skólans. Jóhann Árni Ólafsson er núverandi leikmaður Grindavíkur og yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Hann hefur atvinnumannareynslu eftir að hafa spila með Merlins í Þýskalandi og á að baki 18 landsleiki með A-landsliði Íslands, 8 með U-21 liði Íslands og 19 leiki í drengja- og unglingaflokki. Sverrir Þór Sverrisson er þjálfari meistaraflokk kvennaliðs Keflavíkur, en þær eru núverandi Íslands- og bikarmeistarar. Sverrir hefur unnið allt sem hægt er að vinna sem leikmaður og þjálfari hér á landi. Hann hefur þjálfað kvenna landsliðið auk þess að eiga 8 A-landsleiki sjálfur.
Körfuboltaskólinn verður í Albir sem er rétt fyrri utan Benidorm frá 5. til 13. júní. Farið verður með beinu flugi frá Íslandi til Alicante og gist á hinu frábæra Albir Garden resort fjölskylduhóteli. Æfingaaðstaðan er ekki af verri endanum, en æft verður í Pau Gasol höllinni tvisvar á dag. Þeir Jóhann og Sverrir munu fá til liðs við sig erlenda leikmenn og þjálfara sem munu aðstoða þá með æfingar. Farið verður með allan hópinn í skemmtigarð og endum svo vikuna á að spila æfingaleiki við lið á svæðinu.
Þetta verður einstakt ævintýrir fyrir bæði stráka og stelpur sem eru fædd á árunum 2002-2004. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri. Nánari upplýsingar veitir Hilmar í síma 560-2000 eða hilmar@gaman.is