Njarðvík mátti í kvöld þola sitt fyrsta tap í Subwaydeild kvenna þegar liðið mætti ríkjandi Íslandsmeisturum Vals. Lokatölur voru 60-63.
Þrátt fyrir geggjaða byrjun á leiknum þá barði Valur sig nærri og reyndust úrræðabetri á lokasprettinum. Aliyah Collier fór fyrir okkar hóp með 24 stig, 11 fráköst, 5 stoðsendingar og 6 stolna bolta en næst henni var Lavína Joao Gomes De Silva með 13 stig og 12 fráköst.
Eftir fyrstu fjórar umferðirnar er liðið því með sex stig, þrjá sigra og eitt tap. Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn í stúkunni í kvöld. Áfram Njarðvík!
Næsti leikur er 24. október á útivelli gegn Breiðablik en Blikar skelltu Skallagrím í kvöld.
Umfjallanir annarra miðla um leik kvöldsins
Mbl.is: Fyrsta tap Njarðvíkinga
Mbl.is: Dettum stundum í bullið (viðtal við Rúnar Inga þjálfara)
Vísir.is: Naumur sigur Íslandsmeistaranna
RUV.is: Fyrsta tap Njarðvíkinga og Valskonur einar á toppnum
Karfan.is: Eydís ýtti meisturum Vals yfir þröskuldinn í Njarðvík
Mynd/ JBÓ – Diane Diéné Oumou gerði 9 stig og var með 2 fráköst í leiknum gegn Val.