Fyrsta mót tímabilsinsPrenta

Sund
Tímabilið hófst með skemmtilegri keppnisferð á Sprengimót Óðins á Akureyri, dagana 16. og 17. september. Smá haustbragur var á sumum sundum en önnur gríðarlega flott.

Fjórir sundmenn náðu lágmörkum í Tokyo 2020 hóp SSÍ. Það voru þær Birna Hilmarsdóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir og Sólveig María Baldursdóttir, en þær náðu allar lágmarkinu í 1000m fjórsundi.

Við vorum ágætlega heppin með veður nokkur rigning á laugardeginum en alveg logn og hlýtt, en síðan bongó blíða á sunnudeginum, sól og 20 stiga hiti. Farið var með rútu og þar hafði bílstjórinn aldrei ferðast með eins góðan hóp, gist var í Brekkuskóla, en þessi ferð var mjög skemmtileg og góð tilbreyting í hina hefðbundnu rútínu og þjappaði okkur saman fyrir þau átök sem eru framundan.