Fyrsta opna sundmótið í langan tímaPrenta

Sund

Það var mikill kraftur í sundfólki ÍRB á RIG, en þetta var fyrsta opna sundmótið sem haldið hefur verið síðan í júlí.        Miklar bætingar og stórgóður árangur hjá sundfólkinu. Fannar Snævar Hauksson vann sigur í 200 og 100 flugsundi. Þar náði hann lágmörkum inn í unglingalandsliðshóp SSÍ. Katla María Brynjarsdóttir náði lágmörkum inn í Framtíðarhóp SSÍ þegar hún kom þriðja í mark í 800m skriðsundi.

Bestum árangri náðu þau Már Gunnarson og Eva Margrét Falsdóttir.                                                                                       Már setti þrjú Íslandsmet um helgina eitt í 50m baksundi og tvö í 200m baksundi. Góð staðfesting fyrir hann á forminu, en Már stefnir á góðan árangur á Ólympíuleikunum í sumar.                                        Eva Margrét Falsdóttir kom langfyrst í mark í tveimur greinum. 400m fjórsundi og 200m bringusundi og í þeim greinum náði hún lágmörkum á Evrópumeistaramót unglinga (EMU). Hún var einnig hárbreidd frá EMU lágmarki í 400m skriðsundi sem var aukagrein hjá henni þar sem endaði önnur eftir mjög spennadi keppni. Eva Margrét varð jafnframt fjórði stigahæsti sundmaður Reykjavíkurleikana í sundi.