Fyrsta tapið á Álftanesi: Helstu umfjallanirPrenta

Körfubolti

Njarðvík lá í gær gegn nýliðum Álftaness í Subwaydeild karla. Lokatölur 90-79 þar sem Chaz Williams var stigahæstur með 23 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Næstur honum var Mario Matasovic með 21 stig og 9 fráköst. Næst á dagskrá í deildinni er svo Grindavík en gulir mæta í Ljónagryfjuna þann 2. nóvember næstkomandi og þá er von á fjallmyndarlegri Reykjanesrimmu. En við skulum nú líta á hvað helstu miðlar höfðum um leikinn að segja:

Karfan.is: Álftanes stöðvaði sigurgöngu Njarðvíkur

VF.is: Fyrsti sigur Grindvíkinga en tap hjá Keflavík og Njarðvík

Visir.is: Nýliðarnir stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkinga

Visir.is: Álftnesingar fyrstir til að vinna Njarðvík