Í dag leikur kvennalið Njarðvíkur sinn fyrsta heimaleik í 1. deild kvenna þegar ÍR mætir í heimsókn í Njarðtaks-gryfjuna kl. 16.00. Bæði lið unnu sigur í fyrstu umferð.
Njarðvík hafði betur gegn Hamri í fyrstu umferðinni og ÍR hafði sigur á Keflavík b. Við hvetjum alla Njarðvíkinga til að fjölmenna á leikinn í dag og styðja liðið áfram til sigurs.