Fyrsti heimaleikur sumarsins er á Rafholtsvellinum á morgun kl 14:00 gegn Magna Grenivík.
Knattspyrnudeildin hvetur alla Njarðvíkinga til að kíkja við og hvetja strákana til sigurs.
Sumarið hófst á 4-0 sigri gegn Þrótti Reykjavík í 1.umferð um síðustu helgi og ætla strákarnir að sjálfsögðu að fylgja þeim sigri eftir.
Þeir sem hafa fest kaup á Njarðmannakortum geta nálgast kortin í miðasölu á morgun, þeir sem eiga eftir að festa kaup á slíkum kortum geta gert það á vellinum á morgun.
Áfram Njarðvík!