Njarðvíkingar náðu í fyrstu 3 stig sumarsins á Rafholtsvellinum gegn Þrótti Reykjavík í 4. umferð Lengjudeildarinnar.
Um nýliðaslag var að ræða, en fyrir leikinn hafði Njarðvík gert 2 jafntefli og tapað 1 leik. Þróttarar voru hinsvegar með 1 sigur, 1 jafntefli og 1 tap á bakinu.
Njarðvíkingar komust í 2-0 eftir hálftíma leik með mörkum frá Oliver Kelaart og Rafael Victor(úr vítaspyrnu) áður en Þróttarar minnkuðu muninn fyrir leikhlé.
Oliver bætti síðan við sínu öðru marki á 60. mínútu leiksins og þar við sat, og 3 stig í hús hjá Njarðvíkurliðinu og liðið komið með 5 stig eftir 4 umferðir.
Næstu tveir leikir Njarðvíkur eru gegn Vestra(úti) og Selfoss(heima).
Skýrsla fótbolti.net um leikinn
Áfram Njarðvík!