Fyrsti úrvalsdeildarleikurinn hjá Njarðvík og Hamar/Þór Þ.Prenta

Körfubolti

Í kvöld mætast Njarðvík og Hamar/Þór Þorlákshöfn í fyrsta sinn í úrvalsdeild kvenna. Njarðvík á vissulega úrvalsdeildarleiki að baki gegn Hamri en þetta er fyrsti leikurinn gegn sameignlegu liði frá Hveragerði og Þorlákshöfn. Fjörið hefst stundvíslega kl. 19:15 í IceMar-Höllinni við Stapaskóla.

Fyrir leikinn í kvöld eru Ljónyjur í 2.-3. sæti deildarinnar með 8 stig eins og Keflavík en nýliðar Hamars/Þórs eru í 4.-6. sæti með Tindastól og Grindavík með 6 stig. Njarðvík lagði Stjörnuna með góðum sigri í Garðabæ um síðastliðna helgi en Hamar/Þór lá gegn Keflavík á heimavelli.

Leikurinn í kvöld er í 7. umferð Bónus-deild kvenna og Stattnördarnir á Facebook tóku saman eftirfarandi fyrir kvöldið: „Njarðvík fær Hamar/Þór í heimsókn í fyrsta skipti. Hamarskonur heimsóttu þó Ljónagryfjuna 6 sinnum og fóru tvisvar með sigurinn heim en Njarðvík vann fjórum sinnum.“

Sjáumst í IceMar-Höllinni í kvöld – Áfram Njarðvík!

(jólakúlan 2024 verður seld á staðnum)