Gamla vallarhúsið sem stóð við Njarðvíkurvöll var rifið í gærdag (föstudaginn 12.des). Það víkur fyrir nýrri byggingu sem rís þarna á næstunni. Húsið þjónaði knattspyrnudeildinni í 23 ár og eiga margir góðar minningar úr þessu húsi sem og af Njarðvíkurvellinum sem fór úr notkun árið 2006.
Eftir að deildinn flutti starfsemi sína á Afreksbrautina var húsið notað sem aðstaða fyrir byggingaraðila sem voru að byggja á svæðinu og síðast voru flugvélamótelsmenn með aðstöðu þar.
Vallarhúsið við Njarðvíkurvöll var byggt landsmótsárið 1984 þegar Landsmót UMFÍ fór fram hér í bæ. Áður fyrr var notast við klefa í Krossinum og svo Íþróttahúsinu sem búningsaðstöðu á Njarðvíkurvelli. Í húsinu voru tveir búningsklefar, samkomusalur, dómarherbergi og geymslurými. Húsið var ekki stórt en menn létu sér þetta nægja enda var bylting að fá loks búningsklefahús við völlinn 27 árum eftir að völlurinn var tekin í notkun. Njarðvíkurvöllur var tekin í notkun 1957 og var í notkun til 2006.