Gamli skólinn: Bestu stuðningsmenn síðan 1975 – Hilmar í bann!Prenta

Körfubolti

Það verður ekki tekið af okkar stuðningsmönnum að þétt er staðið á bakvið klúbbinn og finnum við það ár eftir ár.  Heimasíðan fór á stúfana og reyndi að grafa upp hversu langt aftur þessi stuðningur nær. Við vitum sem svo að sá stuðningurinn fer aftur til stofnun félagsins, enn sönnun þess var að finna allt aftur til ársins 1975 þegar þjóðviljinn sló upp frétt þess efnis að uppselt væri á alla heimaleiki körfuknattleiksleiki UMFN og að bæjarbúar standi þétt að baki liðsins. Áheit þess efnis komu í hús uppá heilar 200 þúsund krónur ef liðið sigraði ÍR í mikilvægum leik sem hefði þá komið liðinu í góða stöðu í toppbaráttunni.  Reyndar fór svo að okkar menn töpuðu þessum leik 69:67 á dramatískan hátt.

Þannig var að þegar staðan var jöfn setti Gunnar Þorvarðason niður vítaskot og kom okkar mönnum yfir á loka metrum leiksins. Í sömu andrá báðu ÍR um leikhlé og ætlaði annar dómari leiksins Helgi Hólm, að stöðva Gunnar í vítaskotinu enn varð seinn til og vítaskotið fór ofaní.  Dómarar dæmdu stigið hinsvegar af og létu ÍR frá leikhléið.  Eftir leikhléið fór Gunnar á línuna og klikkaði þá á vítinu.  Hótað var kæru á úrslitum leiksins enn fallið var frá því. Hinsvegar fékk okkar besti maður, Hilmar Hafsteinsson (eldri) á sig kæru eftir leik frá Jóni Ótta Ólafssyni sem sakaði Hilmar að hafa veist að sér og haft í frammi niðrandi og svívirðileg ummæli.  Hilmar hafði fyrr þennan vetur fengið leikbann enn ekki fylgir sögunni hvað gerðist í þetta skiptið.