Hlöðum í eina gamla frétt og hún er síðan 1985, nánar tiltekið 11. mars það árið. Deginum áður höfðu okkar menn sigrað KR í fyrsta leik í undan úrslitum um þann stóra það árið, 93:81. Sigurinn verðskuldaður að sögn DV enn það voru þeir Hreiðar Hreiðarsson (23 stig) og Valur Ingimundarson (27 stig) sem fóru fyrir liðinu í stigaskorun í þessum leik.
Í viðtali eftir leik var Hreiðar með hógværðin uppmálaða og þakkaði samherjum sínum að mestu fyrir þann góða leik sem hann sýndi.
Degi seinns var KR svo sópað í sumarfríið þegar Valli setti upp sýningu í Laugardalshöll með 38 stig og sæti í úrslitum var tryggt.