Evans Ganapamo er farinn frá Njarðvík eftir tiltölulega stutt stopp hjá félaginu. Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari liðsins staðfesti þetta síðastliðinn sunnudag í 269. þætti Endalínunnar.
Evans kom til okkar í desember og lék alls tólf leiki með um 16 stig að meðaltali í leik. Rúnar segir ákvörðunina hafa verið sameiginlega en Njarðvík verður því án Ganapamo annað kvöld í lokaumferðinni þegar við heimsækjum Stjörnuna í Garðabæ.