Gangi þér vel á EYOF Stefanía,Prenta

Sund

14 úr ÍRB boðið í æfingabúðir SSÍ Um síðustu helgi hélt SSÍ aðrar æfingabúðir sínar í vetur fyrir unga og efnilega sundmenn. Fjórtán af sundmönnum okkar á aldrinum 14-16 ára var boðið að taka þátt. Þessi hópur er framtíðarhópur SSÍ fyrir Ólympíuleikana í Tokyo 2020. ÍRB átti 33% sundmanna í æfingabúðunum. Þeir sem tóku þátt voru Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Sunneva Dögg Friðriksdóttir, Stefanía Sigurþórsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Sandra Ósk Elíasdóttir, Klaudia Malesa, Svanfríður Stengrímsdóttir, Rakel Ýr Ottósdóttir, Aníka Mjöll Júlíusdóttir, Ingi Þór Ólafsson og Eiríkur Ingi Ólafsson. Sylwiu Sienkiewicz og Bjardísi Sól Helenudóttur var einnig boiðið en þær komust ekki. Þó nokkrir sundmenn voru mjög nálægt viðmiðunum til þess að komast og ef þeir vinna vel er líklegt að þeir geti komist með í næstu æfingabúðir. Í æfingabúðunum voru sundæfingar, spinning hjólatími, bíóferð og svo hélt handboltahetjan Ólafur Stefánsson fyrirlestur um hvað þarf til þess að ná markmiðum sínum og hvað hjálpaði honum til þess að komast á Ólympíuleikana. Hann sagði að það væri mikilvægt að skrifa niður markmið sín og sjá fyrir sér árangurinn, vanda næringarvalið og fylgja draumum sínum eftir. Eins og sundkrakkarnir bentu sjálf á þá er þetta allt eitthvað sem þau eru að læra hér hjá okkur í ÍRB. Þeim var líka sagt að lykillinn að árangri þeirra í sundi og það sem þau þurfa að gera til að ná markmiðinu að komast á Ólympíuleikana í Tokyo 2020 er að byrja að æfa virkilega vel núna. Æfingabúðirnar tókust vel og voru sundmennirnir okkar ánægðir. Vel gert allir! Details Birt: 28 apríl 2015