Við óskum Stefaníu Sigurþórsdóttur velfarnaðar á EYOF, Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Tibilissi Georgíu núna í lok júlí.; Stefanía keppir í 200, 400 og 800m skriðsundi og mun sjá alla bestu ungu sundmenn Evrópu keppa. Hún mun einnig taka þátt í litlum æfingarbúðum í Stokkhólmi og að sjálfsögðu er setningar- og lokahátíð á leikunum.; Eingöngu tveir sundmenn frá Íslandi fara á leikana, hún og Ólafur Sigurðsson SH.; Gangi ykkur vel og eigið gott mót.