Geysisbikarinn: Njarðvík fékk heimaleik gegn ValPrenta

Körfubolti

Í hádeginu í dag var dregið í 32 liða úrslit í Geysisbikarkeppni karla þar sem Njarðvíkurljónin fá heimaleik gegn Val. Bikarkeppnin sem síðustu ár hefur borið nafnið Maltbikarinn hlaut nýjan samstarfsaðila í dag sem er okkur Njarðvíkingum að góðu kunnur. Geysir bílaleiga er fjölskyldufyrirtæki sem á sögu sína að rekja aftur til ársins 1973. Geysir hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 2003 og er Geysir í dag ein stærsta íslenska bílaleigan óháð erlendum umboðsaðilum og er með starfstöðvar í Reykjanesbæ og Reykjavík og með afhendingu á Akureyri að auki.

Þá mun b-lið Njarðvíkur sitja hjá í fyrstu umferð bikarkeppninnar og fær ekki leik fyrr en í 16-liða úrslitum en að loknum 32 liða úrslitum karla verður dregið í 16 liða úrslit karla og kvenna. Bikardráttur dagsins:

KV · Fjölnir
Höttur · Skallagrímur
Njarðvík · Valur
Vestri-b · Hamar
Reynir S. · Tindastóll
Álftanes · KR
Haukar-b · KR-b
Grindavík · Keflavík
Selfoss · Sindri
Þór Akureyri · Haukar
Stjarnan · Breiðablik

Liðin sem sitja hjá í fyrstu umferð:
· Vestri
· Njarðvík-b
· ÍR

Áætlað er að 32 liða úrslitin fari fram fyrstu helgina í nóvember eða í kringum dagana 3.-5. nóvember næstkomandi.