Fyrsta mótið í Njarðvíkurmótaröðinni fór fram í Reykjaneshöll í dag. Þetta er stæðsta einstaka mótið sem við höfum haldið en keppendur voru rétt undir 600 strákar. Mótið gekk vel í alla staði og lauk 5 mínótum á undan áætluðum tíma.
Það þarf mikið að gera til að láta svona mót ganga upp, samstaða milli deildarinnar og foreldra drengja í 6. flokki ásamt öllum þátttakendum. Það má alveg reikna með að hátt í 1000 foreldrar og systkyni keppenda hafi talið hátt í 1.000 manns.
Knattspyrnudeild Njarðvíkur og Barna og unglingaráð þakkar foreldrum drengja fyrir samstarfið í dag, starfsmönnum mótsins, styrktaraðilum samstarfið. Einnig öllum þeim keppendum og þjálfurum sem tóku þátt og öðrum gestum sem lögðu leið sína í Reykjaneshöll í dag.
Myndir Hleiðar Gíslason