Gleði og fjör hjá stelpunum okkar á TM mótinu í Vestmannaeyjum Prenta

Fótbolti

TM mótið hjá 5. flokki stúlkna fór fram dagana 9. – 11. júní síðastliðinn. Njarðvík sendi tvö lið til þátttöku og fóru alls 22 stúlkur frá okkur til Vestmannaeyja. Arna Lind Kristinsdóttir er þjálfari flokksins. Stelpurnar okkar skemmtu sér vel og stóðu sig frábærlega innan sem utan vallar. Stelpurnar voru, ásamt þjálfurum og foreldrum til fyrirmyndar allan tímann og flottir fulltrúar UMFN á mótinu. Njarðvík 1 keppti til úrslita við Þrótt Reykjavík um Dala-Rafns bikarinn og fór leikurinn alla leið í vítaspyrnukeppni.  Þar höfðu andstæðingarnir betur og 2. sætið okkar en sannarlega flottur árangur. Njarðvík 2 keppti einnig til úrslita og gerðu sér lítið fyrir og unnu ÍA 2-1 í hörku leik. Stelpurnar tryggðu sér því Álseyjarbikarinn og brutust út mikil fagnaðarlæti hjá stelpunum sem og foreldrum í leikslok. Á föstudeginum fóru fram leikir milli landsliðsins og pressuliðsins en öll lið á mótinu eiga einn fulltrúa í leiknum. Elísabet María Þórisdóttir var fulltrúi Njarðvíkur í landsliðinu og stóð sig með stakri prýði og náði meðal annars að skora glæsilegt mark í leiknum. Utan vallar var margt skemmtilegt gert eins og að fara í bátsferð, spranga, fara í sund, gönguferð í Herjólfsdal og fleira. Mótið fer í reynslubankann hjá okkar stelpum og margar góðar minningar sem urðu til á frábæru TM móti 2021. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar góðar myndir sem voru teknar meðan á mótinu stóð. Með því að klikka á linkinn má svo sjá enn fleiri myndir sem Óli Haukur Mýrdal atvinnuljósmyndari og Njarðvíkurpabbi tók.

https://ozzo.pixieset.com/tmmtivestmannaeyjar2021/