Gluggavinir og Njarðvík reiðubúin í komandi leiktíðPrenta

Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og Gluggavinir hafa framlengt samstarfs- og styrktarsamningi sínum til næstu tveggja ára. Njarðvík og Gluggavinir hafa starfað náið saman síðustu ár og óhætt að telja Gluggavini á meðal fremstu samstarfsaðila deildarinnar en þess má td geta að meistaraflokkar karla og kvenna hita upp í sérmerktum treyjum frá Gluggavinum fyrir leiki sína.

Það voru Kristín Örlygsdóttir formaður KKD UMFN, Gísli M. Eyjólfsson framkvæmdastjóri Gluggavina og Einar Ásbjörn Ólafsson stjórnarformaður Gluggavina sem skrifuðu nýverið undir nýja samninginn.

Gluggavinir hófu starfsemi árið 2011 en markmið félagsins er að bjóða upp á allar hugsanlegar tegundir af hágæða gluggum og hurðum á samkeppnishæfu verði. Einfalt og fljótlegt er að setja sig í samband við stjórnendur fyrirtækisins á gluggavinir.is til að fá tilboð eða ráðgjöf að kostnaðarlausu.

„Gluggavinir hafa sýnt og sannað í verki síðustu ár að þeir eru mikilsverður bakhjarl deildarinnar og það er einkar ánægjulegt að hafa þá um borð hjá okkur næstu tvö tímabil. Við hjá stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur þökkum Gluggavinum fyrir traustið og samstarfið og hvetjum alla okkar félagsmenn til þess að kynna sér starfsemi fyrirtækisins.”

Heimasíða: Gluggavinir