Bikarkeppni SSÍ fór fram í Vatnaveröldinni um helgina. Góður árangur náðist í mörgum greinum hjá okkar fólki þrátt fyrir að tímabilið sé nýhafið. Margir bættu tímana sína, eða alls í 28 sundum komu bestu tímar sem gefur góð fyrirheit um framhaldið.
Í 1. Deildinni þá endaði kvennaliðið okkar í öðru sæti í eftir hörkukeppni við lið SH og karlaliðið hafnaði í þriðja sæti. Við sendum einnig kvennalið í 2. deildina sem gerði sér lítið fyrir og rúllaði upp deildinni annað árið í röð.
Mikil breidd er í kvennaliðunum okkar en meðalaldurinn er ekki hár, því er ljóst að kvennadeildirnar hjá okkur verða öflugar á komandi árum. Karlaliðið er með nokkur skörð en þar er sama staðan, meðalaldurinn ekki hár en margt flott í kortunum.
Már Gunnarsson sem keppti með karlaliðinu gerði sér lítið fyrir og setti fjögur met á mótinu í flokki s13. Því miður voru eingöngu tvö af þeim gild þar sem laugin var ekki í lögleg. Þar sem færanlega brúin hafði skekkst um einn millimeter. Því var síðan kippt í liðin og Már sló í framhaldinu tvö önnur met. Frábært hjá honum, en hann var í fantaformi því stefnan hafði verið sett á HM, sem var síðan frestað vegna jarðskjálfta.