Góður árangur á SH mótinuPrenta

Sund
Okkar fólki stóð aldeilis framarlega þar, Sunneva Dögg Friðriksdóttir var stigahæst kvenna á mótinu
og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir var þar í öðru sæti, Kristófer Sigurðsson var síðan í fimmta sæti í
karlaflokki.  Árangur stúlknanna var eftirtektarverður yfir heildina ,  en Sunneva Dögg  var með besta
afrek bæði karla og kvenna og Eydís Ósk var þar með þriðja besta árangurinn. Liðið okkar var með
næst flest verðlaun á mótinu þrátt fyrir að keppa í fáum greinum. Aftur á móti vann sundfólkið til
verðlauna í nánast öllum þeim greinum sem þau voru skráð í.