Nicolas Richotti var stigahæstur okkar manna þegar liðið vann öruggan sigur gegn Þór frá Akureyri í Subway karla í Subway-deildinni, í gærkvöld.
Var þetta einn af fáum leikjum sem hægt var að halda til streytu vegna ýmist sóttvarna, sóttkvía eða smitgátta. Það tók smá tíma að brjóta niður ólseiga gesti okkar þetta kvöldið en að lokum höfðum við sigur sem var tryggður nokkuð snemma í fyrri hálfleik.
Það var lítil reisn yfir þessum leik í það minnsta til að byrja með. Stemmningin í takti við félagslíf landans þessar stundir og tók það alveg góðar 10 til 15 mínútur af körfuknattleik að sjá almennilegt líf í leikmönnum á vellinum. Okkar drengir höfðu þó alltaf yfirhöndina í leiknum þrátt fyrir að hafa ekkert verið að spila neinn glans leik. Þórsarar á meðan voru að sýndu kjart og baráttu og áttu fínan fyrri hálfleik. . Í seinni hálfleik mættu okkar menn töluvert grimmari og einbeittari til leiks og þá sérstaklega varnarlega. Sigrinum mikilvæga var grunnur byggður í þriðja leikhluta og sá fjórði var ákveðið formsatriði að klára þar sem að Þórsarar virtust fremur vonlitlir í sínum aðgerðum.
Það er fátt markvert hægt að týna út úr þessum leik nema þá þau tvö miklivægu stig sem komu í hús. Þórsarar sýndu það á dögunum að þeir geta bitið ansi fast frá sér þegar þeir sigruðu Grindavík. Liðið því búið að tylla sér í annað sæti deildarinnar.
Sem fyrr segir var Nico stigahæstur með 24 stig og næstur honum kom Dedrick með 15 stig í ansi jöfnu stigaskori okkar manna.