Góður útisigur á GróttuPrenta

Fótbolti

Njarðvíkurliðið gerði góða ferð á Seltjarnarnesið í gær og sótti 3 stig.

Leikurinn var í góðu jafnvægi í fyrri hálfleik sem endaði 0-0, en óhætt að segja að hann hafi sprungið svolítið út í þeim síðari þar sem lokatölur enduðu 2-3.

Kenny Hogg kom okkur á bragðið á 51. mín sem gerði hann einmitt af markahæsta leikmanni sögunnar hjá Njarðvík.
Grótta jafnaði stuttu síðar, áður en Dominik Radic skoraði tvívegis fyrir okkar mann.
Dominik fékk hinsvegar sitt seinna gula spjald á 86. mín og léku okkar menn einum færri út leiktímann sem endaði í rúmlega 97 mínútum.
Gróttumenn minnkuðu muninn í 2-3 en þar við sat og tökum við stigin þrjú heim með okkur til Njarðvíkur!

Við færum okkur því aftur á toppinn, að minnsta kosti um stundarsakir og erum komnir með 19 stig eftir 8 umferðir leiknar.
6 sigrar, 1 jafntefli og einn tapleikur með markatöluna 19-8.

Næsti leikur á dagskrá er af dýrari gerðinni þar sem við förum í heimsókn til nágranna okkar í Keflavík á HS Orku völlinn þann 26. júní næstkomandi.
Þá fjölmenna allir Njarðvíkingar!

Áfram Njarðvík!

Helstu umfjöllun um leikinn má finna hér:

Skýrsla fotbolti.net
Umfjöllun fotbolti.net
Viðtal fotbolti.net við Gunnar Heiðar
Viðtal fotbolti.net við Kenny Hogg
Myndaveisla fotbolti.net/Eyjólfs Garðarssonar
Leikskýrsla KSÍ
Stöðutafla Lengjudeildarinnar
Kenny Hogg – Markahæstur í sögunni
Umfjöllun VF um leikinn
Leikurinn á Youtube

Forsíðumynd: Eyjólfur Garðarsson/fotbolti.net