Grænir á leið í Vesturbæinn í kvöld!Prenta

Körfubolti

Í kvöld hefst keppnin í Domino´s-deild karla og okkar menn í Njarðvík leggja leið sína í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld þegar liðið mætir Íslands- og bikarmeisturum KR í DHL-Höllinni kl. 19:15.

Það fer ekki á milli mála að hér gæti orðið hörku leikur enda hafa þessi tvö stórveldi eldað saman grátt silfur í áranna rás. Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR verður í leikbanni í kvöld og því væntanlega Skúli Ingibergur Þórarinsson aðstoðarþjálfari liðsins sem heldur um stjórnartaumana hjá KR.

Eins og víða hefur komið fram hafa orðið nokkrar breytingar á Njarðvíkurliðinu frá síðustu leiktíð en það var afar ánægjulegt að endurheimta heimamennina Maciej Baginski og Ragnar Helga Friðriksson. Þá samdi Njarðvík líka við miðherjann Ragnar Ágúst Nathanaelsson og Bandaríkjamanninn Terrell Vinson. Rúnar Ingi Erlingsson lagði svo skónna á hilluna í sumar og tók við starfi aðstoðarþjálfara við hlið Daníels Guðna Guðmundssonar.

Leikmannahópur Njarðvíkur tímabilið 2017-2018

Screen Shot 2017-10-05 at 08.39.56

 

netto-logo-epli-bl-bakgrRafholt-logo-1