Miðvikudagskvöldið 1. nóvember næstkomandi verður grannaglíma gegn Keflavík í Domino´s-deild kvenna. Reykjanesbæjarliðin mætast þá í TM-Höllinni í Keflavík kl. 19:15.
Það hefur verið brekka í upphafi leiktíðar hjá báðum liðum og okkar konur í grænu enn án stiga í deildinni. Þær munu ekki láta deigan síga og freista þess að landa sínum fyrsta sigri á tímabilinu á sterkum heimavelli Keflvíkinga. Njarðvíkingar fjölmennum og styðjum okkar konur til sigurs.
#ÁframNjarðvík