Grannaglíma gegn Keflavík í kvöldPrenta

Körfubolti

Í kvöld mætast Keflavík og Njarðvík í Blue-Höllinni í Bónus-deild kvenna kl. 19:15. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og þá hvetjum við alla Njarðvíkinga til að fjölmenna á leikinn í grænu!

Njarðvík hafði góðan sigur í fyrstu umferð deildarinnar gegn Grindavík og hér í annarri umferð er strax komið að öðrum Suðurnesjaslag.

Þá teflum við einnig fram nýjum leikmanni en nýverið var samið við Bo Frost Guttormsdóttur sem var á mála hjá Stjörnunni og Valencia. Verður gaman að sjá Bo í Njarðvíkurbúningi í kvöld.

Fyrir fánann og UMFN!