Síðasti heimaleikur Njarðvíkur í deildarkeppni 1. deildar kvenna fer fram í kvöld. Grindavík mætir þá í heimsókn og hefst leikurinn kl. 19.15 þar sem okkar konur geta með sigri tryggt sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild kvenna.
Leikurinn verður einnig sýndur í beinni á Njarðvík TV þar sem Konráð Ólafur Eysteinsson mun sjá um lýsinguna. Sigur í kvöld færir okkar konum deildarmeistaratitilinn og heimavallarréttinn út úrslitakeppnina svo það er til mikils að vinna.
Stuðningsmönnum er bent á að miðasala verður í gangi í íþróttahúsinu í kvöld þar sem að hámarki 90 vallargestir fá aðgang. Á meðan takmarkanir eru enn við lýði má búast við því að vísa þurfi einhverjum frá en þá verður alltaf hægt að fylgjast með leiknum á Njarðvík TV.
#ÁframNjarðvík