Njarðvíkurkonur ferðast skammt í dag fyrir leikinn sinn í 1. deild kvenna en þá arka þær yfir lækinn og mæta Keflavík b kl. 16.00 í Blue-höllinni við Sunnubraut. Ljónynjurnar eru á toppnum með þrjá sigra og einn tapleik eins og ÍR en Keflavík b hefur aðeins leikið þrjá leiki til þessa, unnið tvo og tapað einum.
Bæði Njarðvík og Keflavík b hafa farið í hörku leiki við Fjölni í síðustu umferðum. Njarðvík lagði Fjölni 71-61 eftir framlengingu og Keflavík vann Fjölni nýverið 87-95 svo búast má við hörku leik úti í Keflavík í dag eins og svo oft áður þegar grannaglíma fer fram.
Öflugur stuðningur í stúkunni skiptir höfuðmáli og því Njarðvíkingar hvattir til að fjölmenna og styðja grænar áfram til sigurs.
#ÁframNjarðvík