Grasrótarverkefni ársins 2021: “Íþróttir fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir”Prenta

UMFN

Grasrótarverðlaun KSÍ 2021

Grasrótarverðlaun KSÍ eru veitt sem viðurkenningar fyrir starf að grasrótarmálum í knattspyrnu. Verðlaunin, sem eru afhent í aðdraganda ársþings KSÍ ár hvert, eru nú í fyrsta sinn veitt í þremur flokkum:

  • Grasrótarverkefni ársins
  • Grasrótarfélag ársins
  • Grasrótarpersóna ársins

Grasrótarverðlaun KSÍ fyrir árið 2021 í flokknum Grasrótarverkefni ársins hljóta Keflavík og Njarðvík fyrir verkefnið „Íþróttir fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir”. Það voru þau Hjördís Baldursdóttir og Hámundur Örn Helgason sem tóku við verðlaununum fyrir hönd félaganna tveggja frá framkvæmdastjóra KSÍ, Klöru Bjartmarz.  Fleiri verðlaun og viðurkenningar ársins verða afhentar næstu daga.

Ungmennafélögin Keflavík og Njarðvík hafa í sameiningu boðið upp á fótboltaæfingar sem ætlaðar eru börnum á aldrinum 6-13 ára með sérþarfir. Öllum þátttakendum er mætt á þeirra eigin forsendum og lögð er áhersla á að vera með fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar sem eru sniðnar að þörfum þeirra sem æfingarnar sækja.

Sjá frétt á vef KSÍ

Nýtt námskeið hafið og hægt að sjá auglýsingu með því að smella HÉR