Grindavík-Njarðvík í HS-Orku höllinni í kvöldPrenta

Körfubolti

Níunda umferð Subwaydeildar kvenna fer fram í kvöld. Ljónynjur eiga fyrsta leik á dagskrá kl. 18:15 þegar okkar konur heimsækja Grindavík í HS-Orku höllina í Grindavík. Njarðvíkingar fjölmennum á pallana og styðjum okkar lið til sigurs. Fyrir þá sem ómögulega komast þá verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Von er á hörku slag í kvöld, Njarðvík með 8 stig í 4. sæti en Grindavík í 5. sæti með 6 stig. Grindavík vann góðan útsigur á Fjölni í síðustu umferð en Njarðvík tapaði naumlega gegn toppliði Keflavíkur. Mætum græn, það verður hörku skemmtun úti í Grindavík í kvöld.

9. umferð Subwaydeildar kvenna
18:15 Grindavík-Njarðvík
19:15 Keflavík-Breiðablik
19:15 Fjölnir-ÍR
20:15 Valur-Haukar

Áfram NJARÐVÍK!