Grindavík-Njarðvík í Smáranum í kvöldPrenta

Körfubolti

Njarðvík mætir Grindavík í Subwayd-deild kvenna í kvöld kl. 20:15. Leikurinn fer fram í Smáranum í Kópavogi en liðin eiga í harðri baráttu um 2. sæti í A-deild eftir að Keflavík tryggði sér deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð.

Það má gera ráð fyrir hörku viðureign í kvöld eins og leikir Njarðvíkur og Grindavíkur hafa verið á tímabilinu til þessa. Eins og sakir standa eru ljónynjurnar okkar með 28 stig í 2. sæti deildarinnar en Grindavík með 26 stig í 3. sæti.

Við hvetjum alla Njarðvíkinga til að fjölmenna í Smárann og styðja okkar konur til sigurs en fyrir þá sem komast ómögulega verður leikurinn í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.

Áfram Njarðvík!