Njarðvík mætir Grindavík í lokaleik 20. umferðar í Bónusdeild karla í Smáranum í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20:15 en fyrir leik kvöldsins er Njarðvík með 26 stig í 3. sæti deildarinnar en Grindavík 20. stig í 5.-6. sæti deildarinnar.
Alls sex stig eru í pottinum fyrir Njarðvík og Grindavík það sem eftir lifir deildarkeppninnar og bæði lið eiga möguleika á því að koma sér ofar í töfluna svo það verður dýrt kveðið í Kópavogi og því vissara að grænir fjölmenni og láti vel í sér heyra!
