Grindavík-Njarðvík í Smáranum í kvöldPrenta

Körfubolti

Njarðvík mætir Grindavík í Subway-deild karla kl. 19:15 í kvöld. Leikurinn fer fram í Smáranum í Kópavogi og er í sextándu umferð deildarinnar. Fyrir kvöldið er Njarðvík í 2. sæti með 22 stig en Grindavík í 6. sæti með 18 stig í jafnri og æsispennandi deildarkeppni.

Grindvíkingar hafa verið á góðu skriði með fimm deildarsigra í röð og ljónin frá Njarðvík hafa unnið síðustu fjóra deildarleiki í röð. Það verður því mögnuð Suðurnesjaglíma í Smáranum í kvöld.

Skiptiborðið verður á ferðinni hjá Stöð 2 Sport í kvöld en viðureign Grindavíkur og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Við hvetjum Njarðvíkinga til að fjölmenna í Smárann og styðja okkar menn til sigurs í baráttunni um tvö dýr stig í jafnri deild.