Grjótgarðar og Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hafa framlengt öflugu samstarfi sínu til næstu tveggja ára. Fyrir vikið verða Grjótgarðar áfram einn af stærri samstarfs- og styrktaraðilum körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.
Hjalti Már Brynjarsson eigandi Grjótgarða og framkvæmdastjóri fyrirtækisins undirritaði nýja samninginn á dögunum með Kristínu Örlygsdóttur formanni deildarinnar. „Aðilar eins og Grjótgarðar hafa staðið þétt við bakið á félaginu í gegnum súrt og sætt og því er virkilega ánægjulegt að geta gengið inn í nýtt samstarf með Hjalta og félögum vopnuð langþráðum bikarmeistaratitli,” sagði Kristín Örlygsdóttir við undirritun nýja samningsins.
Grjótgarðar bjóða uppá alla almenna jarðvegsvinnu, lóðarfrágang og almennt viðhald á lóðum svo sem trjáklippingar, hellulögn, grjóthleðslu ásamt allri almennri jarðvinnu. Áhugasamir geta kynnt sér starfsemi Grjótgarða á eftirfarandi svæðum:
Grjótgarðar.is
Grjótgarðar á Facebook
Grjótgarðar á Instagram
Mynd/ JBÓ: Kristín Örlygsdóttir formaður KKD UMFN og Hjalti Már Brynjarsson eigandi og framkvæmdastjóri Grjótgarða ásamt fyrirliðum karla- og kvennliðs Njarðvíkur þeim Vilborgu Jónsdóttur og Loga Gunnarssyni.