Grunur um einelti

Umræða um einelti þarf sífellt að vera í gangi og allir verða að vera vakandi og meðvitaðir um vandamálið. Samræmdar aðgerðir og skipulagðar forvarnir hafa sýnt bestan árangur í baráttunni gegn einelti.
Það er ekki hægt að útrýma einelti í eitt skipti fyrir öll, en með fyrirbyggjandi aðgerðum er hægt að draga stórlega úr einelti.