Stjórn knattspyrnudeildarinnar hefur komist að samkomulagi við Guðmund Steinarsson um að láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks félagsins. Vill stjórn deildarinnar nota tækifærið og þakka Guðmundi fyrir gott samstarf undanfarin ár. En Guðmundur hefur þjálfað meistaraflokk síðustu þrjú tímabil.
Rafn Vilbergsson leikmaður félagsins mun stýra liðinu út keppnistímabilið. Bjóðum við hann velkominn til starfa. Hann mun stýra fyrstu æfingunni annað kvöld og þá mun Ómar Jóhannsson áfram gegna starfi aðstoðarþjálfara.
Rafn Vilbergsson
Ómar Jóhannsson