Tveir þjálfarar knattspyrnudeildarinnar útskrifuðust um daginn með UEFA A þjálfaragráðuna. Þeir félagar eru búnir að vera í námi hjá KSÍ síðan í haust og fóru meðal annars í námsferð til Danmerkur á haustdögum. UEFA A þjálfaragráðan er hæsta gráða sem hægt er að afla sér hér á Íslandi og gefur réttindi til að mega þjálfa alla flokka í öllum deildum hér heima.
Knattspyrnudeild Njarðvíkur óskar þeim félögum til hamingju með áfangann. Bætast þeir í hóp með Rafni Markúsi þjálfara meistaraflokks en hann útskrifaðist með UEFA A þjálfaragráðu árið 2011.
Þess má geta að menntunarstig þjálfara í okkar röðum er mjög gott. Af sex aðalþjálfurum í yngri flokkunum hjá okkur eru fimm menntaðir íþróttafræðingar.
Mynd/ Þórir Rafn og Guðni