Við viljum vekja athygli á að æfingar hjá yngsta hópnum okkar Gullfiskum verða í vetur á laugardögum í Akurskóla. Vetrinum verður skipt í tvö aðskilin tímabil. Æfingar á fyrra tímabilið byrja 3. september og verður frí 22. okt og síðasta skipti fyrir jól 17. des. Eftir áramót byrjar nýtt tímabil 7. janúar og verður frí á Nettómótshelginni 4. mars og Páskahelginni 15. apríl og síðasta æfing verður 29. apríl.
Skráning hefst 22. ágúst, nánari upplýsingar um skráningu er að finna undir Vertu með hér á síðunni.
Nánari upplýsingar hjá Jóhönnu Ingvarsdóttur: ingvarsdottirjohanna@gmail.com sími 693-2288.