Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum fór fram núna um helgina á Akureyri. Massi sendi einn keppanda á mótið, Hákon Stefánsson. Hákon keppti í -120kg flokki og gerði sér lítið fyrir og lenti í öðru sæti með 700kg í samanlögðu. Hákon lyfti 290kg í hnébeygju, 170kg í bekkpressu og 240kg í réttstöðulyftu.
Heildarúrslit mótsins má sjá hér