Hálfleikssýning með Team DanskompaníPrenta

Körfubolti

Risaviðureign Njarðvíkur og Tindastóls fer fram í kvöld kl. 20:15 í Ljónagryfjunni. Öllum er kunnugt um mikilvægi leiksins og því er ekki úr vegi að auka ennfrekar á veislu kvöldsins.

Team Danskompaní verður með sýningu í hálfleik en Danskompaní er dansskóli í Reykjanesbæ sem býður nemendum upp á kennslu frá september til maí ár hvert.

Sýningar eru mikilvægur hluti af dansnáminu og taka allir nemendur í skólanum þátt í sýningum og uppákomum yfir starfsárið.

Tökum vel á móti Team Danskompani í kvöld en það eru stuðmennirnir okkar í hjá Rafholt sem bjóða vallargestum upp á þessa flottu skemmtun í hálfleik.

Heimasíða Danskompaní.


*Njarðvík-Tindastóll
Leikur 3 kl. 20:15
Ljónagryfjan
27. apríl