Harka við toppinn: Njarðvík mætir í Smárann í kvöld!Prenta

Körfubolti

Tveir leikir fara fram í Subwaydeild kvenna í kvöld þar sem Njarðvík heldur inn í Kópavog og mætir Breiðablik í Smáranum kl. 19:15. Þrjú lið eru nú efst við toppinn með 20 stig en það eru Njarðvík, Fjölnir og Valur.

Njarðvík og Breiðablik hafa mæst tvisvar til þessa í deild og okkar konur haft betur í bæði skiptin. Viðureign liðanna í Ljónagryfjunni var æsispennandi og má búast við fjörugum leik í kvöld enda hafa Blikar verið að spýta rækilega í lófana til þessa. Leikir Njarðvíkur og Blika til þessa í deild:

Breiðablik 62-74 Njarðvík
Njarðvík 68-67 Breiðablik

Við hvetjum alla Njarðvíkinga til að gera sér ferð í Smárann í kvöld og styðja okkar konur í toppbaráttunni.

#ÁframNjarðvík