Njarðvík tekur á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Hauka í níundu umferð Bónus-deildar kvenna í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 og við bendum á að hægt er að tryggja sér miða í fjörið á Stubbur app
Ljónynjurnar okkar tróna á toppi deildarinnar með 14 stig en Haukar eru í 7. sæti með 8 stig. Það er engu að síður hægt að lofa hörku leik enda jafnan ávísun á góða kvöldstund þegar Njarðvík og Haukar mætast í kvennaboltanum.
Fyrir leik verður ný leikmannakynning í góðu samstarfi við Texel Visualization og Beisik kynnt til leiks, en í nýrri kynningu eru skjáir, hljóð og ljósakerfi IceMar hallarins nýtt til fulls!
Hvetjum alla Njarðvíkinga til að fjölmenna og styðja við stelpurnar í toppbaráttunni!
Áfram Njarðvík!
