Haukar-Njarðvík í Ólafssal í kvöldPrenta

Körfubolti

Njarðvík heimsækir Hauka í Ólafssal í kvöld kl. 18:15 í Subway-deild kvenna. Þetta er þriðji leikur liðsins í A-hluta deildarinnar en með leik kvöldsins eru alls sex leikir eftir í deildarkeppninni.

Viðureign kvöldsins er í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport en við hvetjum grænu Ljónahjörðina til þess að gera sér far í Hafnarfjörð og styðja okkar konur til sigurs. Fyrir viðureign kvöldsins er Njarðvík í 2. sæti A-deildar með 28 stig en Haukar í 5. sæti með 18 stig en þrátt fyrir að 10 stig skilji liðin að í deild má gera ráð fyrir hörku spennandi viðureign eins og alltaf þegar þessi tvö félög mætast!

Áfram Njarðvík