Haukar-Njarðvík í Ólafssal í kvöldPrenta

Körfubolti

Sjötta umferð Subwaydeildar kvenna fer fram í kvöld. Njarðvík mætir Haukum í Ólafssal kl. 20:15 og verður leikurinn í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Við hvetjum Njarðvíkinga til að fjölmenna í Hafnarfjörð og styðja okkar konur í þessum toppbaráttuslag.

Njarðvík og Haukar eru saman í 2.-3. sæti deildarinnar með 4 sigra og 1 tapleik svo það eru tvö ansi myndarleg og mikilvæg stig á boðstólunum í kvöld. Mætum græn!

#Áfram Njarðvík