Hefur þú áhuga á að taka þátt í starfsemi yngri flokkaPrenta

Fótbolti

Stjórn knattspyrnudeildar vill kanna hvort það séu einhverjir í hópi foreldra sem hafi áhuga á að taka þátt í stjórnun og starfssemi yngri flokka. Yngri flokkar teljast vera frá 3. flokki niður í 8. flokk.

Okkur vantar áhugasamt fólk sem vill taka þátt í að viðhalda og efla starfsemi yngri flokka með t.d. setu í Barna og unglingaráði eða nefndum sem taka að sér tímabundin verkefni.

Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér eða kynna sér hvað er um að ræða er beðnir um að senda tölvupóst á netfang deildarinnar njardvikfc@umfn.is