Heilsuteymi Njarðvíkinga vinnur áfram með meistaraflokkum liðinna í komandi baráttu í Subway-deildunum. Þeir Rafn Alexander Júlíusson og Ólafur Hrafn Ólafsson hafa séð um að halda liðunum í formi undanfarin ár, Rafn sem sjúkraþjálfari og Ólafur sem styrktarþjálfari.
Samkomulag um áframhaldandi samvinnu náðist á dögunum og ríkir mikil ánægja með störf þessarra heiðursmanna í Ljónagryfjunni.