Heimasigur gegn GróttuPrenta

Fótbolti

Njarðvíkingar komust aftur á sigurbraut í gærkvöldi með 1-0 sigri gegn Gróttu á Rafholtsvellinum okkar.

Það var Kaj Leo í Bartalsstovu sem skoraði eina mark Njarðvíkinga með stórglæsilegu skoti utan teigs.
Daði Fannar stóð síðan vaktina vel í markinu ásamt vörn sinni og héldu hreinu í þessum fyrsta leik Daða í sumar, sem steig inn í rammann í fjarveru Arons Snæs.

Framundan eru 3 síðustu leikir tímabilsins gegn Aftureldingu(úti), Keflavík(heima á Ljósanótt) og Grindavík(úti).
Njarðvíkingar sitja sem stendur í 4.sæti deildarinnar með 31 stig en sæti 2.-5. gefa sæti í umspili um síðasta lausa sætið í úrvalsdeild að ári liðnu.

Við hvetjum því Njarðvíkinga til að flykkjast bakvið liðið næstu vikurnar og hjálpa þeim að tryggja sæti í umsspilinu.

Forsíðumynd: VF/PKet

Alla helstu umfjöllun miðla má finna hér að neðan:

Skýrsla fotbolti.net
Viðtal fotbolti.net við Tómas Bjarka
Viðtal fotbolti.net við Gunnar Heiðar
Umfjöllun VF
Leiksskýrsla KSÍ
Stöðutafla Lengjudeildarinnar